Thursday, February 3, 2011

Ný síða

 


Þá er þessi síða komin í gang. Planið hefur verið að gera þetta í dágóðan tíma. Ekki af neinni sérstakri ástæðu nema kannski helst þeirri að ég hef gaman af því að skrifa. Ég vildi óska að ég gæti notað "það hafa margir komið að máli við mig" og beðið mig um halda úti svona síðu en það væri lygi, eins og svo oft þegar sá frasi er notaður.

Mig langaði að búa til "alvöru" síðu en það verður að bíða betri tíma, sjá fyrst til hvort ég nái að halda þessari gangandi sem ég vona nú að verði, ef einhver nennir að lesa. Hinsvegar ef að einhver þarna úti hefur áhuga á heimasíðugerð og langar til að hjálpa mér þá endilega hafið samband. En eins og áður sagði, klárum einn pistil áður en við hugsum lengra.

Þetta verður ekki daglegt blogg, ég held að allir séu hættir að skoða þannig síður. A.m.k. ég. Ég mun ekki skrifa um hvað ég fæ mér í morgunmat, hvað það sé kalt úti,hvað börnin mín séu með margar tennur og þess háttar. Nóg af þannig á Facebook býst ég við.

Eins og þið sjáið er mikið af körfubolta linkum tengdum Sundsvall Dragons, liðinu sem ég spila með. Fyrir utan að skrifa um hitt og þetta ætla ég að reyna að safna saman efni af netinu um liðið, grunar að einhverjir gætu haft gaman af því. Vonandi næ ég svo að redda mér vél (eða fæ Iphone-inn hans Kobba lánaðan) til að taka upp sjálfur, mig langar að læra aðeins á það, þá myndi ég taka upp einhvað tengt liðinu sem fólk gæti haft gaman að. S.s. mig langar að læra aðeins á netið, það er í raun kjánalegt hvað ég kann lítið á tölvur miðað við þann tíma sem ég eyði í þeim.

Allar ábendingar eru vel þegnar, ég er grænn í þessu öllu, ef það er einhvað sem ykkur finnst lélegt eða einhvað annað sem þið mynduð hafa þá er ég að hlusta.

Ég hef sett inn tvær færslur með myndböndum. Linkur á þær færslur eru svo á síðunni, ég mun uppfæra það um leið og ég rekst á einhvað efni. Endilega kíkið á einhvað af þessum myndböndum.

Ég væri þakklátur ef fólk myndi hjálpa mér að dreifa þessu svona fyrst um sinn á Facebook og öðrum samskiptasíðum. Set svo inn pistil í kvöld eða á morgun.