Tuesday, April 5, 2011

Það er nauðsynlegt að skjóta þá

Nýverið hafa verið fluttar fréttir um misnotkun á ungum dreng, eitthvað sem er svo óhugnalegt að ég mun ábyggilega sleppa því að lesa smáatriði í því máli. Ég ætla ekki að tala um það mál heldur almennt um þessi mál, samt er varla að ég þori því. Ég læt samt vaða.

Það er ekkert sem reitir mig eins mikið til reiði og misnotkun á börnum, sem betur fer deili ég þeirri skoðun með miklum meirihluta mannkyns. Þá er sama hvernig ofbeldi er verið að beita, andlegu, líkamlegu eða kynferðislegu. Þetta er viðbjóður sem samfélagið tekur ekki nærri nógu hart á að mínu mati. Andstyggðin á þessum mönnum eykst svo til muna þegar maður eignast börn sjálfur. Vangaveltur eins og "hvað ef einhver myndi..." og allt það fara af stað í hausnum á mörgum við svona fréttir. Ég fer ekki nánar út í það, enda ljótar hugsanir sem engum er hollt að hugsa of mikið um.

Þessir menn fara í fangelsi í örfá ár, ennþá helsjúkir með sína ógeðslegu hvatir og eru í raun bara tifandi tímasprengja sem springur þegar þeir komast aftur út í samfélagið. Þeim er haldið uppi í ágætis fangelsi (sé miðað við önnur lönd), fá að borða reglulega og ýmsa þjónustu sem brotamenn eiga rétt á. Koma svo aftur út í samfélagið engum til gleði, væntanlega ekki einu sinni sínum nánustu þó best sé að fullyrða ekki um það. Mannréttindi eins og þau sem ég taldi upp eru að sjálfsögðu eitthvað sem allir vilja að séu virt. Ég get hinsvegar ekki varist þeirri hugsun að þessir menn eiga ekki einu sinni grunn mannréttindi skilið í mínum huga. Þeir eiga ekki skilið að einhver "hotshot" lögfræðingur noti alla sína þekkingu og klókindi til að minnka refsingu þeirra. Þeir eiga ekki skilið að vera færður matur. Þeir eiga ekki skilið neitt í mínum huga. Ef þú veldur barni svo miklum sársauka og langvarandi vanlíðan þá hefur þú einfaldlega fyrirgert þínum rétti til eins eða neins. Í raun myndi ég ekki sjá á eftir þessum mönnum ef þeim yrði hent í sjóinn. Ég myndi ekki mótmæla fyrir þeirra hönd.

Ég veit ekki hvernig menn í árdaga tóku á mönnum sem gerðu hluti sem misbuðu þeim jafn mikið og svona gjörðir misbjóða okkur. Mig grunar þó sterklega að ferlið hafi ekki verið eins langt og mannúðlegt og það er í dag. Þeir hafa ábyggilega bundið enda á það mjög fljótt og örugglega. Ekki það að ég vilji fara aftur um þúsund ár í siðum og venjum en ég held að sú leið sem þeir fóru (væntanlega, ég þekki það ekki nákvæmlega) sé sanngjarnari.

Mennirnir eru að sjálfsögðu alltaf að brjóta á hvorum öðrum, á ýmsa vegu og oft á viðurstyggilegan hátt. Þeir hafa alltaf gert og munu því miður alltaf gera það. Ég ætla ekki að reyna að fegra aðra glæpi en engir þeirra komast nálægt barnaofbeldi í mínum huga. Það er eitthvað svo hreint við börn að það þarf að gera allt til að vernda þau fyrir hrottum af þessu tagi. Þau geta ekki varið sig, í sumum tilfellum geta þau ekki einu sinni sagt frá því sem gerðist. Ef einhver vill lemja mig eða meiða á einhvern hátt þá á ég a.m.k. möguleika á að verja mig eða að reyna að koma mér úr þeim aðstæðum sem ég er í. Barnið á ekki möguleika.

Ég vill því mun harðari refsingar fyrir þessa menn, sama hvort við skerum undan þeim eða hendum í sjóinn. Þeirra velferð er mun minna virði en vellíðan og sakleysi barna. Við munum seint breyta því að einhverjir menn finna þessar hvatir innra með sér. Gott væri að menn sem finna fyrir þessum hvötum viti að ef þeir láta undan þeim þá verður þeim refsað harkalega. Kannski myndu einhver börn sleppa.

Mér misbýður þetta eins og þið sjáið, ég veit að ég færi ekki sérstök rök fyrir öllu en mér er nokk sama. Þetta er bara það sem mér finnst. Ég ætti ekki að þurfa að taka það fram að allir eru saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð og að hafa af saklausum mönnum æruna er með því verra sem lagt verður á nokkurn mann. En þeir sem eru sekir um að meiða börn eiga ekkert gott skilið.

Ekki einu sinni súrefni.

5 comments:

  1. Djöfull er ég sammála þér. Það ætti að taka þessa menn af lífi.

    ReplyDelete
  2. Djöfull er ég sammála þér meistari. Ég svitna og verð alltaf reiður þegar að ég les svona fréttir. Þetta er einu tilvikin sem ég vil taka upp dauðarefsingu.

    Flottur pistill Hlynur :)

    ReplyDelete
  3. Vel sagt Hlynur ,alveg sammála þér

    ReplyDelete
  4. Myndi óska þess að einhver tæki sig til og gerði samfélaginu greiða

    ReplyDelete
  5. Þú hittir naglann á höfuðið þegar þú minnist á hvernig áhrif svona frétta hafa mun meiri áhrif á mann eftir að maður eignaðist börn.

    Þetta eru krabbamein samfélagsins og þau ber að fjarlægja.

    ReplyDelete