Norrköping er andstæðingurinn í úrslitunum, þeir eru góðir og með mikla breidd. Það kemur helst til vegna þess að þeir eru með þrefalt meira budget en næsta lið í deildinni. Þá eiga lið að vera samkeppnishæf, andskotinn hafi það. Þeir notuðu þetta budget mest til að spila í bæði Baltic League og Eurocup, eru því búnir að spila fáránlegan fjölda leikja.
Ég er ánægður með að fá þá, flott lið með góða umgjörð. Höllin hjá þeim og öll aðstaða er mjög töff. Virðist vera komin fín stemmning í áhorfendurna hjá þeim líka en þeir voru fullrólegir í vetur. Vonandi verða læti og pakkað hjá þeim eins og verður pottþétt hjá okkur.
Við höfum fengið góða pásu á meðan þeir eru að koma úr erfiðri seríu við LF Basket sem kláraðist í kvöld (Miðvd). Yfirleitt er ég hrifnari af því að koma strax úr töff seríu í þá næstu en í þessu tilfelli held ég að pásan hafi gert okkur, a.m.k. mér gott. Búnir að spila 50 leiki í vetur með löngum ferðalög og menn eitthvað farnir að lýjast, ég er ekki vanur því. Vanur að fá reglulega tveggja vikna pásu heima á Íslandi, ekki að það sé eitthvað sem ég sakna en þetta voru vissulega viðbrigði.
Þetta er best of 7 sería, ég hef aldrei spilað í þannig áður. Byrjað á föstudaginn langa og svo spilað annan hvern dag held ég út seríuna. Það er langt ferðalag til Norrköping og alltaf gist eina nótt á hóteli. Verður strembið en svona viljum við samt hafa þetta. Líf og fjör.